Fréttir

MÍB kallar eftir verkum nýrra höfunda

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir nú eftir umsóknum um Nýræktarstyrki, er þetta í sjötta sinn sem styrkirnir verða veittir. Nýræktarstyrkir eiga að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga og er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum höfunda, til dæmis sögum, ljóðum, barnaefni, leikritum og fleiru. 

Nýræktarstyrkjum var komið á fót árið 2008 og hafa um fimm verk nýrra höfunda hlotið styrkina árlega, en umsóknir hafa hverju sinni verið allt að 40 talsins.

Á meðal þeirra sem fengið hafa Nýræktarstyrki eru Bryndís Björgvinsdóttir, fyrir handrit að barnabókinni Flugan sem stöðvaði stríðið og Hildur Knútsdóttir fyrir handrit að sinni fyrstu skáldsögu Slætti, auk þess hefur áður hlotið styrkinn Sigurlín Bjarney Gísladóttir en hún sendi frá sér ljóðabókina Bjarg nú rétt fyrir páska. Í fyrra hlaut einnig Nýræktarstyrk Dagur Hjartarson, en hann hreppti líka bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar á síðasta ári fyrir ljóðabókina Þar sem vindarnir hvílast.

Umsóknarfrestur um Nýræktarstyrki er til og með 26. apríl næstkomandi og verður tilkynnt um hverjir hljóta styrki í lok maí.

Nánari upplýsingar veitir Þorgerður Agla Magnúsdóttir, fagstýra bókmennta og kynninga hjá Miðstöð íslenskra bókmennta í síma 699 5572.

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra. Jafnframt veitir Miðstöð íslenskra bókmennta útgáfu- og þýðingastyrki.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál