Fréttir

Íslensku þýðingaverðlaunin afhent

Svarti sauðurinn og aðrar fabúlurÍslensku þýðingaverðlaunin voru afhent á Gljúfrasteini þriðjudaginn 23. apríl, næstsíðasta dag vetrar. Kristín Guðrún Jónsdóttir hlaut verðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á bókinni Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir Augusto Monterroso (Bjartur, 2012). Um er að ræða smásögur eða örsögur frá Gvatemala, en bókin heitir á frummálinu La oveja negra y demás fábulas.

Að mati dómnefndar er þýðing Kristínar unnin af nákvæmni, smekkvísi og nærfærni, og þó hafi hvergi mátt út af bera þar sem sögurnar séu tærar og knappar og þar hlyti „hvert orð að verða að vera hið hárrétta.“

Einnig voru tilnefndar þýðingarnar:

Allt er ást eftir Kristian Lundberg í þýðingu Þórdísar Gísladóttur (Bjartur)
Ariasman eftir Tapio Koivukari í þýðingu Sigurðar Karlssonar (Uppheimar)
Hjaltlandsljóð, tvímála útgáfa safns ljóða eftir samtímaskáld frá Hjaltlandseyjum í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar (Dimma)
og Sá hlær best ...! sagði pabbi eftir Gunnillu Bergström í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur (Mál og menning)

Nánar um niðurstöðu dómnefndar og umsagnir um allar bækurnar á heimasíðu Bandalags þýðenda og túlka.

Hér á mynd er Kristín Guðrún ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, Pétri Má Ólafssyni, útgefanda, og Sölva Birni Sigurðssyni, formanni Bandalags þýðenda og túlka.

Íslensku þýðingaverðlaunin 2013


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál