Fréttir

Bókmenntaganga Sólheimasafns á laugardag

Í tilefni 50 ára afmælis Sólheimasafns Borgarbókasafns verður farið í bókmenntagöngu um Heima og Voga laugardaginn 11. maí. Lagt verður af stað frá Sólheimasafni kl. 13.30.  Áætlað er að ganga taki ríflega klukkustund. Boðið er upp á kaffi og meðlæti á bókasafninu að göngu lokinni.

Lesið verður úr verkum skálda og listamanna, sem eru búsettir í hverfinu eða hafa búið þar um langa hríð. Þau skáld sem lesa úr eigin verkum í göngunni eru Einar Már Guðmundsson, Olga Guðrún Árnadóttir og Salka Guðmundsdóttir.  Einnig verður lesið úr ævisögu Bubba Morthens, sem Silja Aðalsteinsdóttir reit, og skáldsögu eftir Guðmund Andra Thorsson.

Allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál