Fréttir

Afhending Blóðdropans á Borgarbókasafni

Blóðdropinn, verðlaun Hins íslenska glæpafélags fyrir bestu íslensku glæpasögu síðasta árs, verður afhentur á aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, fimmtudaginn 20. júní kl. 17.

Léttar veitingar verða í boði og allir eru velkomnir.

Tilnefndar glæpasögur eru:

Afturgangan eftir Ágúst Þór Ámundason
Ár kattarins eftir Árna Þórarinsson
Blekking eftir Sigurjón Pálsson
Húsið eftir Stefán Mána
Kuldi eftir Yrsu Sigurðardóttur
Leikarinn eftir Sólveigu Pálsdóttur
Missætti og morð eftir Guðbjörgu Tómasdóttur
Reykjavíkurnætur eftir Arnald Indriðason
Rof eftir Ragnar Jónasson
og Svartir túlípanar eftir Lýð Árnason

 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál