Fréttir

Húsið besta glæpasaga síðasta árs

Blóðdropinn, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, voru afhent á aðalsafni Borgarbókasafns í dag, fimmtudag.

Stefán Máni hlaut verðlaunin í ár fyrir skáldsögu sína Húsið. Þetta er í annað sinn sem hann hreppir Blóðdropann, en árið 2007 fékk hann verðlaunin fyrir Skipið. Húsið verður því framlag Íslands til Norrænu glæpasagnaverðlaunanna, Glerlykilsins, í ár.

Það var Eiríkur Brynjólfsson, foringi glæpafélagsins, sem afhenti Stefáni Mána verðlaunagripinn. Formaður dómnefndar í ár var Rósa Björk Gunnarsdóttir. Við náðum nú engri mynd af þeim saman en hér er ein af Stefáni Mána, kampakátum. Hann hefur jú nýverið selt kvikmyndaréttinn að Húsinu og má því segja að þetta sé ansi góð vika fyrir höfundinn.

Stefán Máni


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál