Fréttir

Rafrænar bókmenntagöngur

Göngugarpar

 

Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur boðið borgarbúum og gestum borgarinnar upp á bókmenntagöngur í höfuðborginni um árabil. Efni ganganna hefur verið af ýmsu tagi, sem dæmi má nefna ljóðagöngur, þjóðsagnagöngur, skáldagöngur í Hólavallagarði, glæpasagnagöngur, barnabókmenntagöngur og göngur um undirheima og garða borgarinnar.

Nú hafa nokkrar bókmenntagöngur verið teknar upp og eru aðgengilegar í stafrænu formi á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmenntaborgin.is/borgargongur/ og bokmenntaborgin.is/en/literary-walks-and-trails/.

Með þessu móti geta áhugasamir notið þessarar leiðsagnar hvenær sem hverjum og einum hentar. Göngurnar má hvort sem er skoða á vefnum eða hlaða niður í snjallsíma (m.bokmenntaborgin.is).


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál