Fréttir

„Hvað tefur þig bróðir?“

Laugardaginn 5. október 2013 verður haldið málþingið „Hvað tefur þig bróðir?“ þar sem skáldkonan Jakobína Sigurðardóttir og verk hennar eru í brennidepli. Málþingið fer fram í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit og hefst kl. 13. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Í hléi verða seldar veitingar og kaffi á vægu verði og gestir eru hvattir til að koma með reiðufé því enginn posi er á staðnum.

Erindi flytja Erna Erlingsdóttir, Sigurjón Jóhannesson, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir og Jenný Lára Arnórsdóttir leikles kafla úr verkum Jakobínu. Þar að auki flytur tónlistarhópurinn Aurora Borealis tónlist sem Ingibjörg Guðlaugsdóttir, dótturdóttir skáldkonunnar, samdi við ljóð Jakobínu.

Fundarstjóri er Unnur Jökulsdóttir.

Erindi flytja:

Erna Erlingsdóttir: Höfundur á skökkum stað? Jakobína og bókmenntasagan
Sigurjón Jóhannesson: Konan að baki kvæðunum
Ásta Kristín Benediktsdóttir: Langsjal eða loðkápa? Um frásagnaraðferð í verkum Jakobínu
Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir: „…hitað af mæðranna glóð“

Tónlistarhópurinn Aurora Borealis flytur tónlist sem Ingibjörg Guðlaugsdóttir, dótturdóttir skáldkonunnar, samdi við ljóð Jakobínu. Í hópnum eru Margrét Hrafnsdóttir, sópransöngkona, Ólöf Sigursveinsdóttir, sellóleikari og Ave Kara Toinos, harmónikkuleikari.

Jenný Lára Arnórsdóttir, leikari og leikstjóri, leikles kafla úr verkum Jakobínu.Nánari upplýsingar má finna á síðunni http://jakobinasigurdardottir.wordpress.com/malthing-2013.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál