Fréttir

Skál af ljóðum

Jakob S. Jónsson, leikstjóri og ljóðaunnandi, sér um vikulega ljóðadagskrá á Borgarbókasafni á fimmtudögum næstu vikur, í samstarfi við Kryddlegin hjörtu.

Dagskráin ber yfirskriftina Skál af ljóðum, en ásamt því að hlýða á leikræna framsetningu á ljóðum úr ýmsum áttum býðst gestum að gæða sér á dýrindis súpum frá eldhúsi Írisar H. Norðfjörð í Kryddlegnum hjörtum. Bókasafnið er að sjálfsögðu öllum opið og frjálst er að koma og hlýða á dagskrána, en greiða þarf fyrir veitingar.

Verð fyrir súpuskál, byggbrauð með hummus og hvítlaukssmjöri, og kaffisopa er 1.290kr.

Dagskráin fer fram í aðalsafni Borgarbókasafns við Tryggvagötu 15 kl. 12-13 alla fimmtudaga frá 3. október til 7. nóvember. Verið velkomin!


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál