Fréttir

ORT af orði

Þann 9. október verður málþing um ljóðaþýðingar haldið í Norræna húsinu í samstarfi við ljóðlistaverkefnið ORT, Reykjavík Bókmenntaborg og Þýðingasetur Háskóla Íslands. Málþingið fer fram kl. 10-12.

Á dagskránni eru fimm stutt erindi um ljóðaþýðingar, þýðingar í vinnslu og einnig alþjóðleg ljóðaverkefni sem tengjast ljóðum og sérstaklega ljóðum í borg. Enda er málþingið hluti af Lestrarhátíð í Reykjavík, hvers þema í ár er borgarljóð.

Erindi verða flutt á ensku og allir eru velkomnir.

Dagskrá:

Jerzy Jarniewicz: Translator’s Coming Out
Gauti Kristmannsson: Poetry in a Vacuum; Manfred Peter Hein’s Poetry and Translations
Magnús Sigurðsson: The Poetry of Adelaide Crapsey in Icelandic
Sigurbjörg Þrastardóttir: Map of a Bookshop: Orienteering Poems in Nine Cities
Kristín Svava Tómasdóttir: On Translations by a Non-translator
Olga Holownia: ORT in a Word

Málþingið er hluti af pólsk-íslenska ljóðaverkefninu ORT en að því standa, auk ORT, Bókmenntaborgin Reykjavík, Háskóli Íslands og Norræna húsið.

Sjá heildardagskrá Lestrarhátíðar á heimasíðu Reykjavíkur Bókmenntaborgar.

 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál