Fréttir

Æðasláttur borgarinnar í bókakaffi Gerðubergs

Sigurbjörg ÞrastardóttirSigurbjörg Þrastardóttir hefur umsjón með bókakaffi í Gerðubergi miðvikudagskvöldið 23. október kl. 20.

Sigurbjörg flytur eigin ljóð og annarra skálda um Reykjavík og aðrar borgir, segir frá skapandi starfi sínu með Metropoetica-hópnum, sem er samstarfsvettvangur sex evrópskra skáldkvenna sem skrifa um borgir, og greinir frá því hvernig lesa má götukort eins og bókmenntaþýðingar.

Allir eru velkomnir.

Bókakaffi er hluti af dagskrárröð í Gerðubergi á miðvikudagskvöldum. Fjórða miðvikudag hvers mánaðar býður Borgarbókasafn Reykjavíkur upp á bókakaffi í  kaffihúsinu. Þar er spjallað um bækur af ýmsu tagi á léttum nótum á meðan gestir kaffihússins njóta veitinga í notalegu andrúmslofti.  Markmiðið með bókakaffinu er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreytileika íslenskra bókmennta og sagnamennsku.

Dagskráin er hluti af Lestrarhátíð í Reykjavík, sem í ár er helguð borgarljóðlist.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál