Fréttir

Ljóðið sem áttaviti í borginni

Rithöfundasambandið opnar hús sitt fyrir gestum og gangandi í tilefni Lestrarhátíðar í Reykjavík og býður upp á dagskrá með skáldunum Antoni Helga Jónssyni og Sigurlín Bjarney Gísladóttur fimmtudagskvöldið 24. október.

Í borginni er auðvelt að villast og jafnvel tapa sjálfum sér. Getum við náð áttum í borginni með ljóð sem áttavita? Hvernig getur ljóð breytt umhverfi borgarinnar eða að minnsta kosti þeirri sýn sem við höfum á það? Í borginni liggja ekki bara vegir til allra átta, heldur bjóða líka götur og sund upp á ótal möguleika.

Í dagskránni bregða skáldin upp myndum af þekktum kennileitum í borginni en nema líka staðar og skyggnast inn í hús og draga upp myndir af örlögum nokkurra borgarbúa. Skáldin sjálf hafa löngum verið áttavillt í borginni og reynt að ná áttum með ljóð og skáldskap sem áttavita.

Allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál