Fréttir

Lestrarhátíð lýkur í ljóðarútu

Lokaviðburður Lestrarhátíðar í ár fer fram í ljóðarútu sem keyrir um í borgarmyrkrinu fimmtudagskvöldið 31. október. Ljóðin lögðu af stað í ferðalag um borgina þann 1. október þegar Lestrarhátíð hófst og því vel við hæfi að ljúka mánuðinum á ljóðrænum rúnti með einvalaliði skálda.

Ljóðarútan fer frá Hörpu kl. 20 og tekur ferðin um eina og hálfa klukkustund. Sigurlín Bjarney Gísladóttir, skáld og leiðsögukona, fer með gesti um upplýsta borgina í kvöldmyrkrinu og skáldin stíga um borð um stund þar til þau hverfa aftur út í næturmyrkrið. Meðal skáldanna eru Gerður Kristný, Sindri Freysson, Þórdís Gísladóttir, Heiða Eiríks, Bjarki Karlsson, Kári Tulinius og Valgerður Þóroddsdóttir.

Ferðinni lýkur við Hörpu kl. 21.30 þar sem uppvakið ljóðskáld stígur um borð og biður gesti um að nefna sig. Getspakir gestir fá verðlaun.

Þar sem sætafjöldi er takmarkaður þarf að bóka sæti með því að senda póst á bokmenntaborgin@reykjavik.is


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál