Fréttir

Hver drap Kamban?

Fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20.00 efnir Rithöfundasamband Íslands til Kambanskvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Þar verður leik- og skáldsagnahöfundarins Guðmundar Kambans minnst.

Tilefnið er fyrsta ævisaga Kambans, Kamban: Líf hans og störf, sem kemur út þessa dagana, en höfundur hennar er Sveinn Einarsson. Sveinn mun ræða um ævi og störf Kambans undir yfirskriftinni „Hver drap Kamban?“ og sitja fyrir svörum að erindi loknu.

Þá munu leikkonan Ragnheiður Tryggvadóttir og rithöfundarnir Pétur Gunnarsson og Hjörtur Pálsson lesa úr verkum skáldsins.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál