Fréttir

Mánudagsbíó hraustra manna

Ný skáldsaga Óttars Norðfjörð, Blóð hraustra manna, er sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Borgríki frá árinu 2011. Í tilefni af útkomu bókarinnar verður Borgríki verður því sýnd í Laugarásbíói kl. 17.30 í dag, mánudag, í boði forlagsins.

Auk þess að fá frítt í bíó verður gestum skaffað popp og kók. Þá verður Blóð hraustra manna til sölu á tilboðsverði og Óttar stígur á svið til að segja stuttlega frá tilurð bókarinnar.

Hægt er að melda sig á viðburðinn á þartilgerðri viðburðarsíðu á facebook.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál