Fréttir

Þýðingahlaðborð og glæpakvöld á fimmtudag

Glæpasagnaunnendur sem eiga yfirhöfuð heimangengt annað kvöld, fimmtudaginn 21. nóvember, hafa úr vöndu að ráða þar sem tveir upplestrarviðburðir eru auglýstir á sama tíma hér í höfuðborginni. Þar er um að ræða annars vegar árlegt glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags og hins vegar árlegt Þýðingahlaðborð bandalags þýðenda og túlka.

Dagskrá glæpafélagsins verður haldin á Bast, Hverfisgötu 20 (skáhallt á móti Þjóðleikhúsinu).

Húsið opnar klukkan 19.30 með glæpadjassi Edda Lár og félaga, viskíkynningu og tilboðum á barnum en lesturinn hefst um klukkan 20.00.

Eftirtaldir höfundar lesa úr nefndum verkum sínum:

Hermann Jóhannesson – Olnbogavík
Jón Óttar Ólafsson – Hlustað
Óttar M. Norðfjörð – Blóð hraustra manna
Quentin Bates
Ragnar Jónasson – Andköf
Sólveig Pálsdóttir – Hinir réttlátu
Sverri Berg – Drekinn

Að auki koma fram höfundarnir Ann Cleeves frá Englandi og Jorn Lier Horst frá Noregi.

Þýðingahlaðborðið verður fram reitt í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Venju samkvæmt verður lesið upp úr nýlegum þýðingum og dagskráin í ár verður einmitt glæpsamlega spennandi, því í tilefni af fyrstu glæpasöguráðstefnu Íslands, Iceland Noir, sem haldin verður um helgina.

Þá verður úr lesið eftirfarandi bókum:

Rödd í dvala, eftir Dulce Chacón, í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur
Gröfin á fjallinu eftir Hjorth Rosenfeldt í þýðingu Höllu Kjartansdóttur
Höndin eftir Henning Mankell, í þýðingu Hólmfríðar K. Gunnarsdóttur
Mennirnir með bleika þríhyrninginn, eftir Heinz Heger, í þýðingu Guðjóns Ragnars Jónassonar
Hungureldur eftir Erik Axl Sund, í þýðingu Höllu Sverrisdóttur


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál