Fréttir

Alþjóðleg glæpasagnahátíð í Reykjavík

Fimmtudaginn 21. nóvember hefst alþjóðlega glæpasagnahátíðin ICELAND NOIR í Reykjavík.

Um þrjátíu rithöfundar og þýðendur taka þátt í hátíðinni, þar af kemur rúmlega helmingur frá útlöndum. Heiðursgestur hátíðarinnar er Arnaldur Indriðason en á meðal erlendra gesta eru Ann Cleeves, höfundur sakamálasagnanna um Veru lögreglukonu, Dr. John Curran, fremsti sérfræðingur heims í verkum Agöthu Christie, og Jorn Lier Horst, handhafi Glerlykilsins 2013 fyrir bestu norrænu glæpasöguna.

Skipuleggjendur hátíðarinnar eru rithöfundarnir Quentin Bates, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir, en samstarfsaðilar Iceland Noir eru Hið íslenska glæpafélag, Norræna húsið, Borgarbókasafn Reykjavíkur og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO.

Allir atburðir fara fram á ensku, fyrir utan upplestrarkvöld Hins íslenska glæpafélags. Ókeypis aðgangur er inn á alla viðburði nema glæpakvöldverðinn á laugardag.

Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir:

Fimmtudagur 21. nóvember

16.30 - 17.30: Viðtal við Jorn Lier Horst í Norræna húsinu. Opið öllum.

20.00: Upplestrarkvöld Hins íslenska glæpafélags á Bast Reykjavík, Hverfisgötu 20. Sérstakir gestir Ann Cleeves, Jorn Lier Horst og Quentin Bates. Opið öllum.

22.00: Shetland - sjónvarpsþáttur byggður á sögum Ann Cleeves sýndur á Hótel Marina að viðstöddum höfundi. Ekki eru lengur til miðar á atburðinn en hægt er að skrá sig á biðlista á icelandnoir@gmail.com


Föstudagur 22. nóvember

15.30 - 17.00: Glæpaganga - í fótspor Erlendar, úr sögum Arnaldar Indriðasonar.
Úlfhildur Dagsdóttir leiðir gesti um götur borgarinnar. Gangan hefst við lögreglustöðina á Hverfisgötu og er opin öllum.

17.00: Ritsmiðja með rithöfundinum William Ryan í Borgarbókasafninu á Tryggvagötu.
Ekki eru lengur til miðar á atburðinn en hægt er að skrá sig á biðlista á icelandnoir@gmail.com


Laugardagur 23. nóvember

Pallborðsumræður og viðtöl í Norræna húsinu frá kl. 10.00 - 19.00. Örfá sæti eru laus á viðburðinn - hægt er að óska eftir miðum gegnum netfangið icelandnoir@gmail.com

Dagskráin er sem hér segir, en að loknum hverjum dagskrárlið gefst gestum kostur á að hitta höfundana og fá bækur áritaðar.

10.00: Ávarp menntamálaráðherra, Illuga Gunnarssonar, og forstjóra Norræna hússins, Max Dager. Sérstakur gestur er Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi.

10.10: Pallborðsumræður - What is so special about the North?
Quentin Bates (stjórnandi), Ann Cleeves, Jorn Lier Horst, Ragnar Jónasson, Sabine Thomas, Yrsa Sigurðardóttir.

11.30: Pallborðsumræður - Transferring Crime Fiction to the Screen
Jón Atli Jónasson (stjórnandi), Dr. John Curran, Stefán Máni, Þorvaldur Davíð Kristjansson, Viktor Arnar Ingolfsson.

12.20: Pallborðsumræður - A Sense of Time and Place – now and then, Iceland, Russia, Hull and the Arctic!
Sander Verheijen (stjórnandi), Nick Quantrill, M.J. McGrath, Michael Ridpath, Helgi Ingólfsson, William Ryan.

13.00: Hlé

14.00: Viðtal við Ann Cleeves: Detective Vera Stanhope and the Shetland Mysteries. Jake Kerridge ræðir við höfundinn.

15.00: Pallborðsumræður: Writing Crime and the Future of Publishing - Do-It-Yourself and E-Books.
Zoe Sharp (stjórnandi), Quentin Bates, James Oswald, Sigurjón Pálsson, Sólveig Pálsdóttir.

16.00: Viðtal við Dr. John Curran: Is Agatha Christie still the Queen of Crime?
Ragnar Jónasson ræðir við höfundinn.

17.00: Pallborðsumræður: The Perils of Translation – Does Icelandic Fiction Translate?
Bob Cornwell (stjórnandi), Arnaldur Indridason - heiðursgestur Iceland Noir, Anna Yates, Árni Þórarinsson, Óttar M. Norðfjörð, Tina Flecken.

18.10: Pallborðsumræður: Crime Does Pay!
Jake Kerridge (stjórnandi), Maxim Jakubowski, Susan Moody, Yrsa Sigurðardóttir, Zoe Sharp, Ævar Örn Jósepsson.

20.00: Glæpakvöldverður á Hótel Borg.
Skráning í netfanginu icelandnoir@gmail.com


Sunnudagur 24. nóvember

20.00 "Notalegt" glæpakvöld í Norræna húsinu.
Höfundar lesa upp úr verkum sínum á ensku, svara spurningum úr sal auk þess sem gestir gesta unnið bókavinninga.
Ragnar Jónasson (stjórnandi), Matt Hilton, James Oswald, Michael Ridpath, Quentin Bates, Susan Moody, Viktor Arnar Ingólfsson, Yrsa Sigurðardóttir.

Nánari upplýsingar á www.icelandnoir.com


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál