Fréttir

Bókakonfekt á Rósenberg

Síðasta Bókakonfekt Forlagsins þetta árið verður haldið á Rósenberg í kvöld, miðvikudaginn 27. nóvember, og hefst kl. 20.

Höfundarnir sem kynna verk sín í kvöld eru Stefán Máni (Grimmd), Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir (Stúlka með maga), Sveinn Einarsson (Kamban), Steingrímur Sigurgeirsson (Vín – frá þrúgu í glas), Þórarinn Eldjárn (Grannmeti og átvextir), Kjartan Yngvi Björnsson (Draumsverð) og Sjón (Mánasteinn).

Þeir sem mæta snemma eiga von um frían drykk. Þeir sem mæta seint fá líklega ekki sæti því húsið fyllist hratt.

Að sögn forsvarsmanna eru talsverðar líkur á lýrískum dansi.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál