Fréttir

Hólmganga rithöfunda á KEX

Miðvikudagskvöldið 27. nóvember verður enn á ný haldin Hólmganga rithöfunda (eða Literary Death Match) á KEX hostel við Skúlagötu. Þetta er í þriðja skipti sem keppnin er haldin í Reykjavík.

Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum í sjö mínútur eða skemur, dómnefnd velur þá tvo hlutskörpustu, sem þá keppa til sigurs – eða dauða? (nei, sennilega ekki til dauða) – í einhverskonar bókmenntatengdum leik.

Höfundarnir fjórir eru Guðrún Eva Mínervudóttir, Vigdís Grímsdóttir, Dagur Hjartarson og Eiríkur Örn Norðdahl.

Dómnefnd samanstendur af Agli Helgasyni, Höllu Margréti Jóhannesdóttur og Uglu Egilsdóttur.

Kynnir er Adrian Todd Zuniga, stofnandi keppninnar, og fer dagskráin fram bæði á ensku og íslensku.

Húsið opnar kl. 19.30 og leikar hefjast stundvíslega kl. 20. Aðgangseyrir er 1.000 krónur.

Sjá nánar á heimasíðu keppninnar.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál