Fréttir

Aðventa í húsi skáldsins

Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp nú um helgina, mitt á milli laugardags og mánudags. Kveikt verður á ljósum á a.m.k. einu jólatré og í þeim bæjum og hverfum þar sem íbúar eru fastheldnir á hefðir forfeðra sinna munu ef til vill sjást aðventuljós í gluggum.

Um leið verður bókaútgáfa örlítið meira áberandi og höfundar nýútkominna bóka koma við hér og hvar til að lesa úr verkum sínum. Upplestur á aðventu er fastur liður á Gljúfrasteini, en alla sunnudaga í desember kl. 16.00 munu rithöfundar, skáld og þýðendur koma þar fram.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir, að sjálfsögðu.

Nú á sunnudag, 1. desember, munu eftirfarandi höfundar koma fram á Gljúfrasteini:

Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir – Stúlka með maga
Sigurður Karlsson – Þýðandi Klefa nr. 6
Dagur Hjartarson – Eldhafið yfir okkur
Þorsteinn frá hamri – Skessukatlar
 
Frekari upplýsingar varðandi upplestrana og um dagskrá næstu sunnudaga má nálgast á heimasíðu Gljúfrasteins, www.gljufrasteinn.is eða í síma 586 8066.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál