Fréttir

Útgáfugleði Bókabeitunnar á laugardag

Útgáfufélagið Bókabeitan boðar til fagnaðar á morgun, laugardag, í tilefni af útkomu bókanna Sagan af Jóa eftir Þröst Jóhannesson og Kamilla Vindmylla og leiðinn úr Esjunni eftir Hilmar Örn Óskarsson.

Gleðin fer fram í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg og hefst kl. 14.00. Allar bækur Bókabeitunnar verða á sérstöku tilboðsverði í tilefni dagsins. Þröstur og Hilmar munu kynna bækur sínar og lesa úr þeim, og spjalla við gesti og gangandi. Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir börn og fullorðna.

Allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál