Fréttir

Illska og Ósjálfrátt í norður

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hafa verið kynntar. Að venju eru alls þrettán skáldverk tilnefnd, tvö frá hverju Norðurlandanna auk Íslands, og eitt á haus frá fulltrúum Grænlands, Færeyja og Álandseyja í dómnefnd verðlaunanna.

Tilnefndar af hálfu Íslands eru skáldsögurnar Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur og Illska eftir Eirík Örn Norðdahl.

Útgefandi beggja er Mál og menning.

Báðar fengu þær góðar viðtökur hérna heima á litla Íslandi: Ósjálfrátt var tilnefnd til menningarverðlauna DV í bókmenntum og hlaut auk þess Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, í flokki fagurbókmennta. Illska var kjörin besta íslenska skáldsagan af starfsfólki bókaverslana og fyrir hana hlaut Eiríkur Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta.

Á heimasíðu Norðurlandaráðs má sjá heildarlista tilnefninganna.

Sjá umfjöllun Veru Knútsdóttur um Ósjálfrátt og umfjöllun Björns Unnars um Illsku, sem birtust hér á vefnum síðasta vetur.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál