Fréttir

Þá dró til tíðinda

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar á fyrsta í aðventu, þann 1. desember síðastliðinn. Nú voru þau nýmæli að tilnefnt var í nýjum flokki barna- og unglingabóka, til viðbótar við hina tvo hefðbundnu flokka fagurbókmennta og fræðibóka & rita almenns efnis. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem hróflað er við flokkaskiptingu verðlaunanna síðan árið 1990.

Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar:

1983: skáldsaga eftir Eirík Guðmundsson
Sæmd eftir Guðmund Andra Thorsson
Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson
Mánasteinn: drengurinn sem var aldrei til eftir Sjón
og Dísusaga: konan með gulu töskuna eftir Vigdísi Grímsdóttur

Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis eru tilnefndar:

Leiftur á horfinni öld: hvað er merkilegt við íslenskar fornbókmenntir? eftir Gísla Sigurðsson
Íslenska teiknibókin eftir Guðbjörgu Kristjánsdóttur
Vatnið í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson
Fjallabókin eftir Jón Gauta Jónsson
og bækurnar Stangveiðar á Íslandi og Íslensk Vatnabók: eða yfirlit um fiskana og veiðmenn þeirra og þær aðferðir sem þeir beita til að ná þeim eftir Sölva Björn Sigurðsson

Í nýjum flokki barna- og unglingabóka eru tilnefndar:

Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason
Brosbókin eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og Elsu Nielsen
Múrinn eftir Sif Sigmarsdóttur
Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn
og Vísindabók Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson

Við óskum að sjálfsögðu öllum höfundum, ritstjórum og forleggjurum hjartanlega til hamingju.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál