Fréttir

Upplestrarkvöld í Bíó paradís

Þriðjudagskvöldin 10. og 17. desember kl 20:00 stendur Bíó Paradís fyrir bókaupplestri í anddyri bíósins. Það verður sannkölluð jólastemmning í Bíó Paradís þessi kvöld; boðið verður upp á smákökur og konfekt auk þess sem heitt kaffi og kakó og kaldur jólabjór verða á boðstólnum í veitingasölunni.

Höfundarnir sem lesa úr verkum sínum þriðjudaginn 10. desember eru:

- Árni Þórarinsson – Glæpurinn: Ástarsaga

- Bjarni Þór Sigurbjörnsson – Frá hruni og heim (Steingrímur J. Sigfússon les upp úr bókinni)

- Björg Magnúsdóttir – Ekki þessi týpa

- Jón Kalman Stefánsson – Fiskarnir hafa enga fætur

- Ragnar Jónasson – Andköf

- Sigrún Pálsdóttir – Sigrún og Friðgeir

Á vefsíðu Bíó paradísar má sjá heildardagskrá beggja kvöldanna.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál