Fréttir

„Haltu kjafti og skrifaðu“

„Haltu kjafti og skrifaðu“ býður ungum rithöfundum og skáldum að skrifa í hljóði i eina klukkustund á Loft hostel við Bankastræti 7. Að því loknu er mögulegt að flytja textann, fá sér drykk og spjalla.

Það getur verið hvetjandi að vinna að ritverki í félagi við aðra sem eru við sömu iðju. „Haltu kjafti og skrifaðu“ eða „Shut Up & Write“ á rætur að rekja til Bandaríkjanna og hafa atburðir að þeirri fyrirmynd verið haldnir út um allan heim.

Þátttaka er ókeypis og allir sem hafa áhuga á ritlist eru velkomnir.

Skriftir hefjast kl. 20.30 en dyrnar opna, ef svo má segja, kl. 20.00.

Sjá nánar á síðu viðburðarins á Facebook.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál