Fréttir

Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2013. Viðurkenningin hefur verið veitt árlega frá árinu 1987, en síðan þá hefur afhendingin færst aftur fyrir áramót, eins og gerst hefur víðar.

Sjálf viðurkenningin verður afhent að mánuði liðnum.

Tilnefndir höfundar eru:

Aðalsteinn Ingólfsson fyrir ritið Karólína Lárusdóttir. JPV gefur út.

Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson fyrir ritið Ferðamál á Íslandi. Mál og menning gefur út.

Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrir Íslensku teiknibókina. Crymogea gefur út.

Guðný Hallgrímsdóttir fyrir Söguna af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Háskólaútgáfan gefur út.

Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage fyrir ritið Listasaga – Frá hellalist til 1900. Námsgagnastofnun gefur út.

Hjörleifur Stefánsson fyrir ritið Af  jörðu. Íslensk torfhús. Crymogea gefur út.

Inga Lára Baldvinsdóttir fyrir ritið Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar. Þjóðminjasafn Íslands gefur út.

Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason (ritstjórar) fyrir ritið Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan gefa út.

Sigrún Pálsdóttir fyrir ritið Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. JPV gefur út.

Þorleifur Friðriksson fyrir ritið Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Háskólaútgáfan gefur út.

Stuttar umsagnir um þessi tilnefndu rit, og frekari upplýsingar um viðurkenninguna, má finna á heimasíðu Hagþenkis.

Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu. Það skipa: Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur.

Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir. Ljósmynd af tilnefndum tók Styrmir Kári:

Viðurkenning Hagþenkis 2013 - tilnefningar


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál