Fréttir

Hvernig verða bækur Andra Snæs til?

Andri Snær Magnason ræðir um tilurð bóka sinna á hádegi fimmtudags 13. febrúar, Stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands.
 
Andri Snær Magnason, sem hlaut á dögunum Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn, talar um tilurð verka sinna í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? fimmtudaginn 13. febrúar. Hann mun m.a. staldra við Söguna af bláa hnettinum, LoveStar og Draumalandið.
 
Andri Snær er Árbæingur í fjórða lið. Hann hóf rithöfundarferil sinn árið 1995 með ljóðbókinni Ljóðasmygl og skáldarán, þar sem hann segir fuglunum að snauta því hann sé að yrkja ljóð um vorið. Síðan hefur hann sent frá sér ritverk af ýmsu tagi; ljóð, smásögur, skáldsögur, leikrit, kvikmyndahandrit og fleira. Verk hans hafa vakið fádæmi athygli og borið hróður hans yfir á tugi tungumála.
 
Fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? hefur verið haldið úti af námsbraut í ritlist og Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands frá 2009. Þar hafa margir af virtustu höfundum þjóðarinnar rætt um ritverk sín. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Lögbergi milli 12 og 13.
 
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Mynd: Christopher Lund.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál