Fréttir

„Öll þessi ár kona góð, öll þessi ár“

Miðvikudaginn 12. febrúar kl. 20 hefst dagskrá vormisseris 2014, í Hljóðbergi í Hannesarholti að venju. 

Á fyrsta rannsóknarkvöldi FÍF að vori flytur Guðbjörn Sigurmundsson íslenskukennari við Menntaskólann í Kópavogi erindið: „Öll þessi ár kona góð, öll þessi ár“.

Erindið fjallar um skáldskap Sigfúsar Daðasonar á árunum 1945-1959, sem kalla má æskuskeið hans, það fyrsta af þremur. Litið verður til erlendra áhrifavalda á ljóð Sigfúsar og hvernig þessi áhrif birtast í fyrstu tveimur ljóðabókum skáldsins. Þá verður einnig fjallað um atómskáldin og stöðu Sigfúsar innan hópsins þar sem hann tók að sér forystuhlutverk vegna afburða þekkingar á ljóðlist samtímans. Erindið byggir á MA-ritgerð Guðbjörns í íslenskum bókmenntum frá því í september 2013: Sigfús Daðason og umheimurinn.

Allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál