Fréttir

Finnskt-íslenskt ljóðakvöld í Norræna húsinu

Þriðjudagskvöldið 11. febrúar verður haldið finnskt-íslenskt ljóðakvöld í Norræna húsinu, í samvinnu Norræna hússins og félagsskapar finnskra og íslenskra ljóðskálda. Íslensk og finnsk ljóðskáld munu lesa eigin verk á íslensku og finnsku, en finnsku ljóðin verða einnig lesin í íslenskum þýðingum. 

Fram koma:
Katariina Vuorinen 
Marko Niemi 
Halldóra K. Thoroddsen 
Kristín Svava Tómasdóttir 
Þórdís Gísladóttir 
og Erla Elíasdóttir

Í hléi býður Finnska sendiráðið á Íslandi upp á léttar veitingar. Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál