Fréttir

Ábreiður ljóða á Loft hostel

Fimmtudagskvöldið 13. febrúar kl. 20.30 verður haldið koverljóðakvöld á Loft hostel við Bankastræti, í tilefni af heimsókn tveggja finnskra ljóðskálda til Íslands: þeirra Katariinu Vuorinen og Marko Niemi.

Koverljóðakvöld fara þannig fram að hvert skáld les tvö ljóð, eitt eftir sjálft sig og eitt eftir annað skáld. Þannig gefst tækifæri til að kynnast kveðskap hvorki meira né minna en sextán skálda á einum upplestri, og má búast við sérlega alþjóðlegri stemmningu á fimmtudaginn.

Fram koma:

Katariina Vuorinen 
Marko Niemi 
Elías Knörr
Eva Rún Snorradóttir
Kristín Svava Tómasdóttir 
Mazen Maarouf
Valgerður Þóroddsdóttir
og Þórdís Gísladóttir 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál