Fréttir

Tunglkvöld á föstudag

Undir fullu tungli föstudaginn 14. febrúar kl. 20:30 munu Tunglið forlag og Slíjm sameina krafta sína og bjóða upp á myndlist, bækur og tónlist í Nýlistasafninu við Skúlagötu.

Slíjm heldur þar upp á síðustu útsendingarnótt Næturvarps á Ríkissjónvarpinu. Undanfarnar tvær vikur hefur sjónvarpsáhorfendum verið boðið til sýningar myndbandslist frá dagskrárklokum til dagrenningar. Slíjm fagnar því lokum Næturvarpsins með óræðu samtali, gleði og sýningu á úrvali myndbandsverka.

Tunglið forlag fagnar útkomu tunglbóka VII og VIII: Spennustöðin – Stílabók eftir Hermann Stefánsson og Stálskip – Nokkur ævintýri eftir Atla Sigþórsson. Bækurnar koma út í 69 eintökum hvor og verða aðeins til sölu þetta eina kvöld. Bækur eru enda undraverð fyrirbæri sem glata mikilvægi sínu ef of margir fá að lesa þær. Líkt og brothætt töfrabragð er best að draga þær fram eina kvöldstund í góðra vina hópi og síðan aldrei meir.

Bækurnar kosta 3.000 kr. hvor og posi er á staðnum.

Hermann Stefánsson er lesendum kunnur.

Atli Sigþórsson er fæddur árið 1983 á Akureyri. Hann hefur getið sér gott orð sem rappari undir listamannsnafninu Kött Grá Pje. Stálskip er hans fyrsta bók.

Sérstakur gestur SlíjmTunglsins verður tónlistarmaðurinn Markús Bjarnason sem skemmta mun gestum með leik og söng.

Allir eru velkomnir, léttar veitingar í boði, tímanlegrar mætingar er óskað.

Stálskip eftir Atla SigþórssonSpennustöðin: stílabók eftir Hermann Stefánsson


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál