Fréttir

„Með hugann fullan af hetjudraumum“

Þriðjudaginn 18. febrúar næstkomandi. kl. 20.30 munu þeir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Svavar Knútur flytja dagskrá um Stein Steinarr í tali, myndum og tónum í Gunnarshúsi við Dyngjuveg.

Dagskráin, sem ber yfirskriftina „Með hugann fullan af hetjudraumum“, hefst stundvíslega kl. 20.30 og stendur til 21.30.

Í dagskránni flytja Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg brot úr verkum Steins Steinarrs og segja frá lífi og list byltingarskáldsins, sem varð með tíð og tíma þjóðareign. Ferill Steins er rakinn í ljóðum og söngvum, enda hafa mörg tónskáld sótt innblástur í verk hans. Ádeila, heimspeki, ást og nútími eru stikkorð sem vísa á skáldið sem átti stærstan þátt í formbyltingu ljóðsins á Íslandi.

Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls, en athugið að húsrými er takmarkað.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál