Fréttir

Afhending Fjöruverðlauna á sunnudag

Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna 2014 verða afhent í Iðnó sunnudaginn 23. febrúar kl. 11.

Dagskráin er að þessu sinni helguð skáldkonunni Jakobínu Sigurðardóttur (1918–1994) og verkum hennar.

Erindi flytja:
Erna Erlingsdóttir: „Höfundur á skökkum stað? Jakobína og bókmenntasagan“
og Ásta Kristín Benediktsdóttir: „Langsjal eða loðkápa? Um frásagnaraðferð í verkum Jakobínu“

Tónlistarhópurinn Aurora Borealis flytur brot úr tónverkinu Heimtur eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur, dótturdóttur Jakobínu, sem hún samdi við ljóð ömmu sinnar.

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu, afhendir verðlaunin.

Aðgangseyrir er 1.500 krónur, innifalið er kaffi og samloka.

Tilnefndar bækur eru:

Í hópi fagurbókmennta:
Heiðrún Ólafsdóttir: Af hjaranum. Útg. Ungmennafélagið Heiðrún
Vigdís Grímsdóttir: Dísusaga – Konan með gulu töskuna. Útg. JPV
Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir: Stúlka með maga – skáldættarsaga. Útg. JPV

Í hópi fræðibóka og rita almenns eðlis:
Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Útg. Háskólaútgáfan
Gréta Sörensen: Prjónabiblían. Útg.  Vaka Helgafell
Jarþrúður Þórhallsdóttir: Önnur skynjun – ólík veröld. Lífsreynsla fólks á einhverfurófi. Útg. Háskólaútgáfan

Í hópi barna- og unglingabóka:
Sif Sigmarsdóttir: Freyju saga – Múrinn. Útg. Mál og menning
Sigrún Eldjárn: Strokubörnin á Skuggaskeri. Útg. Mál og menning
Lani Yamamoto: Stína stórasæng. Útg. Crymogea


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál