Fréttir

Námskeið um Önnu í Grænuhlíð í Gerðubergi

Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir verða með námskeið um Önnu í Grænuhlíð fjögur kvöld í mars.  

Bækurnar um Önnu í Grænuhlíð hafa verið óhemju vinsælar allt frá því þær komu fyrst út í Kanada árið 1908. Í tilefni þess að nú er hafin útgáfa á fyrstu óstyttu þýðingunni á verkinu er efnt til námskeiðs um þessa sívinsælu sögu og höfund hennar, hina kanadísku Lucy Maud Montgomery. Fjallað verður um tilurð bókanna, hið kanadíska sögusvið og viðtökur hér á landi, en fyrst og fremst kafað í verkið sjálft og söguna um þennan rauðhærða, einlæga og oft seinheppna munaðarleysingja sem bræðir hjörtu allra sem honum kynnast.

Auður og Ásta eru bókmenntafræðingar, útgefendur nýrrar þýðingar á ritröðinni um Önnu í Grænuhlíð og ritstýrur bókmenntatímaritsins Spássíunnar. Saman hafa þær einnig gert fjölda útvarpsþátta um bókmenntir fyrir Ríkisútvarpið, þar á meðal þætti um Önnu í Grænuhlíð.

Sjá nánari námskeiðslýsingu á vefsíðu Gerðubergs.

Dagsetningar:  Miðvikudaginn 12. mars, mánudaginn 17. mars,  miðvikudaginn 19. mars, mánudaginn 24. mars, kl. 20 til 22.

Námskeiðsgjald kr. 12.000.-  

Skráning: gerduberg@reykjavik.is eða í síma 575 7700.

Hægt er að fá endurgreitt frá stéttafélögum vegna námskeiðsins.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál