Fréttir

Bókakaffi – lygar, ýkjur og fals

Fjórða miðvikudag hvers mánaðar býður Menningarmiðstöðin Gerðubergi upp á bókakaffi í kaffihúsi Gerðubergs. Þar er spjallað um bækur af ýmsu tagi á léttum nótum á meðan gestir kaffihússins njóta veitinga í notalegu andrúmslofti. Markmiðið með bókakaffinu er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreytileika íslenskra bókmennta og sagnamennsku.

Næstkomandi miðvikudag, þann 26. febrúar kl. 20, ætlar Gunnþórunn Guðmundsdóttir að fjalla um sjálfsævisögur. Gunnþórunn er dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hún hefur sérhæft sig í sjálfsævisögum og fræðum tengdum minni og gleymsku. Hverjar eru væntingar okkar til sjálfsævisagna, hvaða kröfur gerum við um sannleiksgildi og trúnað og hvað gerist þegar sá trúnaður brestur?

Nánar um dagskrá bókakaffis á vefsíðu Gerðubergs.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál