Fréttir

Menningarverðlaun DV afhent á þriðjudag

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2013 verða afhent þriðjudaginn 11.mars klukkan 17.00 í Iðnó. Í ár eru verðlaun veitt í níu flokkum.

Sex bækur eru tilnefndar til menningarverðlauna DV í bókmenntum fyrir árið 2013. Dómnefnd skipuðu Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og formaður dómnefndar, Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og bókmenntafræðingur, og Hrafn Jökulsson, rithöfundur og skáld.

Eftirtaldar bækur eru tilnefndar til verðlaunanna í ár.

Sindri Freysson: Blindhríð
Sigrún Pálsdóttir: Ferðasaga
Eva Rún Snorradóttir: Heimsendir fylgir þér alla ævi
Sjón: Mánasteinn
Þorsteinn frá Hamri: Skessukatlar
Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir: Stúlka með maga

Einnig er tilnefnt í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Í dómnefndinni sátu Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, ritstjóri og formaður, Guðni Tómasson, listsagnfræðingur, og Oddur Ingólfsson, prófessor við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

Eftirfarandi fræðirit eru tilnefnd til verðlaunanna í ár.

Hjörleifur Stefánsson: Af jörðu – Íslensk torfhús
Sölvi Björn Sigurðsson: Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók
Sigrún Pálsdóttir: Friðrik og Sigrún – Ferðasaga
Árni Daníel Júlíusson og Jónas Jónsson: Landbúnaðarsaga Íslands
Vilhelm Anton Jónsson: Vísindabók Villa

Umsagnir dómnefndar og tilnefningar í öðrum flokkum má finna á vefsíðu DV.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál