Fréttir

Hugvísindaþing föstudag og laugardag

Hugvísindaþing 2014 verður haldið dagana 14. og 15. mars í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Þar verður boðið upp á um 150 fyrirlestra í 37 málstofum, sem bera þess merki að hugvísindum er ekkert mannlegt óviðkomandi. Fjallað verður um siðfræði, heimspeki, fjölmiðla, sagnfræði, guðfræði, málfræði, náttúru og svo mætti lengi telja.

Í mörgum málstofum verður fjallað um bókmenntir eins og jafnan á Hugvísindaþingi. Af þeim vettvangi má nefna umfjöllun um unglingabókmenntir, Njálu, dýr og menn í skáldskap, yfirnáttúrulega reynslu í miðaldabókmenntum, Faulkner, þýðingar, sálmaskáldskap, Biblíuna, sendibréf sem listform skálda og heimildir um einkalíf, mannslíkamann, skoskar bókmenntir, bókmenntalestur og samlíðan, ferðalýsingar og minningar.

Þingið er öllum opið og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar um dagskrá eru á heimasíðu Hugvísindastofnunar, hugvis.hi.is.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál