Fréttir

Saga að gjöf frá IBBY á Íslandi

Í fyrramálið verður ný, íslensk smásaga eftir Þórarin Eldjárn frumflutt í öllum grunnskólum landsins kl. 9.10. Sagan verður samtímis flutt á Rás 1 svo öll þjóðin getur lagt við hlustir. 2. apríl er alþjóðadagur barnabókarinnar og hefur verið fagnað á fæðingardegi H. C. Andersen frá árinu 1967.

Þórarinn Eldjárn skrifaði söguna Blöndukútur í Sorpu fyrir börn á aldrinum 6-16 ára í tilefni dags barnabókarinnar að beiðni IBBY á Íslandi, en þetta er í fjórða sinn sem félagið fagnar deginum með þessum hætti. Þórarinn hlaut á síðasta ári Sögustein, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi, fyrir hið mikla framlag sitt til barnamenningar, verk bæði í lausu máli og bundnu, þýdd og frumsamin.

Alþjóðlegu IBBY-samtökin hafa trú á sameiningarkrafti barnabókmennta. Með því að færa tugi þúsunda lesenda samtímis inn í heiminn sem Þórarinn skapar í sögunni öðlast heil kynslóð sameiginlega reynslu, og í sameiginlegri reynslu liggur bæði skilningur og umburðarlyndi.

Sagan verður lesin fyrir grunnskólabörn á öllum aldri í leikfimisölum og smíðastofum, á sal og í sundlaugum, í frímínútum og í dönskutímum, allt eftir því hvernig hver skóli kýs að fella upplesturinn að stundaskrám nemendanna.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál