Fréttir

Svokölluð skáld í Háskólabíói

Laugardaginn 12. apríl kl. 14 verður haldin ljóðadagskrá í stóra salnum í Háskólabíói undir heitinu Hin svokölluðu skáld. Dagskráin er sett saman til heiðurs hinu háttbundna nútímaljóði en að henni stendur hópur skálda sem hefur tröllatrú á þessu formi ljóðsins og lofar fjölbreyttum og krassandi kveðskap. Skáldin sem stíga á svið eru:

Aðalsteinn Svanur Sigfússon
Bjarki Karlsson
Davíð Þór Jónsson
Eva Hauksdóttir
Sigrún Haraldsdóttir
Snæbjörn Ragnarsson
Teresa Dröfn Njarðvík
Valdimar Tómasson
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir
Örlygur Benediktsson

Kynnir verður Sigurður Karlsson leikari og þýðandi, en hann var kynnir á hinu fræga kvöldi Listaskáldanna vondu í sama húsnæði árið 1976.

Aðgangseyrir er 1.900 krónur og miðar eru seldir á midi.is.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál