Fréttir

Opinn hljóðnemi í Andrými á miðvikudag

AndrýmiReykjavík Bókmenntaborg UNESCO býður til samkomu þar sem fólki gefst tækifæri til að hittast og spjalla um orðlist, bókmenntir og bókmenntalífið í borginni. Samkomurnar, sem hafa hlotið nafnið Andrými, verða á barnum í Tjarnarbíói annan miðvikudag í mánuði hverjum og standa yfir frá kl. 20-22. Andrýmið er vettvangur þar sem bókmenntafólk kemur saman og gefur sér tóm til að ræða málin.

Í Andrými miðvikudaginn 9. apríl verður opinn hljóðnemi í 30 mínútur

Þarna býðst skáldum og þýðendum tækifæri til að lesa upp og á eftir gefst tóm til umræðu um textana eða eitthvað allt annað. Þeir sem ætla að lesa eru beðnir um að gefa sig fram við umsjónarkonur Andrýmis í upphafi kvöldsins. Öllum er velkomið að koma fram, reyndum höfundum sem og nýgræðingum.

Hver lesari hefur að hámarki 3 mínútur til umráða.

Andrýmið er ætlað öllum þeim sem hafa faglega tengingu við orðlist og bókmenntir, hvort sem það eru rithöfundar, útgefendur, bóksalar, viðburðahaldarar, bókasafnafólk, fjölmiðlafólk eða aðrir sem starfa á þessum vettvangi. Fyrirmyndin er meðal annars sótt til Bókmenntaborgarinnar Edinborgar, en þar hefur „Literary Salon“ verið haldið úti um árabil, verið vel sótt og reynst lyftistöng fyrir bókmenntalífið í borginni.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál