Fréttir

Þýðingarverðlaun til sagna um djöfulskap

Ó sögur um djöfulskapIngunn Ásdísardóttir hlýtur Íslensku þýðingarverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á færeysku skáldsögunni Ó – sögur um djöfulskap (Ó – søgur um djevulskap) eftir Carl Jóhan Jensen. Bókin kom út hjá Uppheimum í fyrra. Verðlaunin voru afhent á Gljúfrasteini í gær, síðasta degi vetrar.

Í umsögn dómnefndar segir:

„Í Ó – søgur um djevulskap segir Carl Jóhan Jensen sögu Færeyja í óvenjulegri skáldsögu. Í bókinni fléttast saman margradda 200 ára epísk átakasaga sem Jensen eykur með ítarlegum neðanmálsgreinum sem grípa inní söguna, draga fram aðrar hliðar á frásögninni og snúa útúr henni. Orðfæri sögunnar er snúið, kostulegt og ævintýralegt, skreytt tilbúnum orðum og orðleysum, og verkið er endalaus sjóður af óvæntum uppákomum í tungumálinu. Ingunn Ásdísardóttir leysir með glæsibrag hverja þá erfiðu þraut sem við henni blasir.“

Auk Ingunnar voru tilnefnd María Rán Guðjónsdóttir fyrir Rödd í dvala eftir Dulce Chacón, Njörður P. Njarðvík fyrir Ljóð Thomasar Tranströmer, Rúnar Helgi Vignisson fyrir Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner og Stefán Steinsson fyrir Rannsóknir Heródótusar.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál