Fréttir

Skáldskapur í sagnfræði og öfugt

Miðvikudagskvöldið 7. maí kl. 20:00 standa útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Loft hostel við Bankastræti 7. 

Þátttakendur eru Hallgrímur Helgason, rithöfundur; Sigrún Pálsdóttir, rithöfundur; Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands; og Sjón, rithöfundur. Í pallborðinu verða könnuð mörk skáldskapar og sagnfræði. Hvað geta sagnfræðingar og rithöfundar lært af – og stolið frá – hver öðrum?

Kári Tulinius, rithöfundur, og Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld, stýra umræðum.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál