Fréttir

Ómd. á laugardag

Free Comic Book Day er bandarískt fyrirbrigði sem hefur breitt anga sína víða um heim, eftir dreifingarleiðum hinna bandarísku myndasagna sem FCBD byggir á. Fyrsta laugardag í maímánuði sameinast myndasöguverslanir um að gefa myndasögublöð í massavís, blöð sem eru sérstaklega gefin út af þessu tilefni.

Sérvöru- og myndasöguverslunin Nexus hefur tekið þátt í ókeypismyndasögudeginum í nokkur ár og heldur uppteknum hætti nú á laugardag.

Ein íslensk myndasaga er gefin út af þessu tilefni, það er Ókeipiss sem Ókei-bækur gefa út. Blaðið kemur nú út fjórða árið í röð, en það samanstendur af myndasögum sem bárust í samkeppni á vegum útgáfunnar fyrr á árinu.

Fríkaupið hefst á hádegi á morgun, laugardag, í Nexus að Nóatúni 17.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál