Fréttir

Andrými – að flytja ljóð

AndrýmiMiðvikudaginn 14. maí verða þrjú ljóðskáld í brennidepli í Andrými Bókmenntaborgarinnar í kaffihúsinu í Tjarnarbíói. Þetta eru þau Daniela Seel, Elías Knörr og Sarah Brownsberger. Öll munu þau flytja eigin verk og sum einnig annarra, hvert með sínum hætti. Sarah beinir sjónum að því hvernig við lesum, hlustum á og munum ljóð, en hún veltir einnig fyrir sér klofningi söng- og bókmenningar. Daniela mun para eigin ljóð saman við vídeóverk eftir listamennina Roger Ballen og George Monbiot og Elías flytur – og jafnvel syngur – sín ljóð á sinn einstaka hátt.
 
Skáldin eru öll aðflutt, tvö þeirra hafa búið á Íslandi um mislangt árabil, en Daniela dvelur nú í Reykjavík sem gestarithöfundur á vegum Goethe stofnunar og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO.
 
Andrýmið hefst kl. 20 og byrjar kvöldið með flutningi skáldanna. Að því loknu verður opnað fyrir umræður um flutning ljóða milli fólks, landa og tungumála eða hvað annað sem fólk vill spjalla um. 
 
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Sjá nánar á vefsíðu Reykjavíkur Bókmenntaborgar.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál