Fréttir

Hrynhendur, Edda, helvíte og fleira

Óðfræðifélagið Boðn býður til málþings og ljóðalesturs á föstudag, að Síðumúla 15 – félagsheimili Ásatrúarfélagsins.

Dagskráin hefst klukkan eitt eftir hádegi og stendur til að verða fjögur.

Dagskráin er eftirfarandi:
 
13:00 
Málþing sett 
 
13:05 – 13:35 
Þorgeir Sigurðsson 
Af hverju skyldi hrynhendur háttur vera svona eins og hann er?
Skyldi það vera til að líkja eftir sálmum eða skyldi það vera til að komast undan erfiðum reglum dróttkvæða? 
 
13:35 – 13:45 
Kynning á ljóðabókaforlaginu Meðgönguljóðum 
 
13:45 – 14:15 
Haukur Þorgeirsson 
Edda: Langamma eða latína? 
Hvers vegna var bókin hans Snorra nefnd Edda? Er orðið dregið af latnesku sögninni 'edo' eða merkir það 'langamma'? Er þetta óleysanleg ráðgáta? 
 
14:15 – 14:20 
Kári Tulinius les ljóð 
 
14:20 – 14:30 
Veitingar í boði Stuðlabergs 
 
14:30 – 14:35 
Björk Þorgrímsdóttir les ljóð 
 
14:35 – 15:05 
Bjarki Karlsson: 
Agg og forsmán í helvíte 
Um rím i í endingum við e í stofni 
 
15:05 – 15:10 
Bergrún Anna Hallsteinsdóttir les ljóð 
 
15:10 – 15:40 
Aðalbjörg Bragadóttir 
Alþýðlega dægurskáldið frá nyrstu ströndum 
Um fjölbreytta ljóðagerð Kristjáns frá Djúpalæk 
 
15:40 
Málþingi slitið 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál