Fréttir

Gunnar Gunnarsson, aldar og kvart-

Sunnudaginn 18. maí verður í Norræna húsinu haldið málþing í tilefni þess að 125 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins Gunnars Gunnarssonar.

Dagskráin hefst klukkan hálf tvö og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Stjórnandi málþings verður Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar.

Dagskrá er eftirfarandi:

13.30
Opnun málþings
Gunnar Björn Gunnarsson, afkomandi skáldsins og stjórnarformaður Gunnarsstofnunar hefur málþingið formlega.

13.35-14.45

Gunnar Gunnarsson og Noregur
Oskar Vistdal, norskur rithöfundur og þýðandi, kynnir rannsóknir sínar á Gunnari og bók sem hann hefur ritað um þetta efni.

Bandaríki Norðurlanda: draumur Gunnars Gunnarssonar um nýtt heimaland
Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur.

14.45
Kaffihlé

15.15-16.30
Sveigur (Söngvar um vorið)
Sigrún Hjálmtýsdóttir flytur fyrsta hluta Söngva um vorið eftir Áskel Másson.
Undirleik annast Eva Þyrí Hilmarsdóttir.

Vorsöngur – til kviknandi lífs
Áskell Másson, tónskáld.

Tyrfin bók túlkuð. Hugleiðing um síðasta skáldverk Gunnars Gunnarssonar
Róbert Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi ritstjóri Skírnis.

Tveir heimsborgarar
Kristján Jóhann Jónsson, dr. phil. og dósent í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Marteinn, Valdi og Heillin mín. Um barnasögur Gunnars Gunnarssonar
Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri og bókmenntafræðingur.

16.30
Umræður og málþingslok


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál