Fréttir

Útgáfufagnaður nýs forlags

Föstudaginn 13. júní kl. 17 verður útgáfu þriggja sagna fagnað í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. Sögurnar eru Þar sem sprengjurnar féllu eftir Örn H. Bjarnason, Maðurinn sem hvarf eftir Sigurstein Másson og 10.01 nótt eftir Ölmu Mjöll Ólafsdóttur.

Sögurnar koma út í kiljum hjá forlaginu Sagarana, sem er nýtt tvímála forlag sem mun einbeita sér að útgáfu íslenskra og norrænna bókmennta á portúgölsku og bókmennta frá portúgölskumælandi löndum á íslensku.  Auk þess að vera gefnar út á íslensku eru sögurnar þýddar á portúgölsku fyrir Brasilíumarkað og verður ein þeirra kynnt sem tvímálaútgáfa á útgáfufögnuðinum nú á föstudag.

Sögurnar fjalla um óravíddir djammsins í Reykjavík, Kaupmannahöfn stríðsáranna frá sjónarhóli íslensks barns og dularfullt mannshvarf á grískri eyju. Sigursteinn og Alma Mjöll lesa upp úr bókum sínum en Ásta Júlía Arnardóttir les úr Þar sem sprengjurnar féllu eftir föður sinn heitinn, Örn H. Bjarnason.

Milli upplestra flytja Margrét Pálsdóttir og Ársæll Másson nokkur sigild bossa nova lög.

Bækurnar þrjár


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál