Fréttir

Minningarmálþing um Matthías Viðar

Laugardaginn 21. júní efnir Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands til minningarmálþings um Matthías Viðar Sæmundsson, sem starfaði sem dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Matthías Viðar lést fyrir aldur fram árið 2004 en hefði orðið sextugur þann 23. júní næstkomandi. Með ritverkum sínum, kennslu og fyrirlestrum hafði Matthías Viðar sterk áhrif á mótun nútímabókmenntafræði hér á landi og skrif hans eru fræðimönnum stöðugur innblástur til rannsókna. Á málþinginu mun hópur samstarfsfélaga, fyrrverandi nemenda og vina flytja erindi til minningar um Matthías Viðar, þar sem þeir ganga til samræðu við fræðaheim hans.

Minningarmálþingið verður haldið  í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og stendur yfir frá kl. 10:00 til 16:30.

Dagskrá:

10:00-11:30 Fyrsti hluti

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir: „„hleyptu af / eins og fara gerir“. Um eitt ljóða Sigfúsar Daðasonar, íróníu, samfélag, sögu og tilvist“.
Hermann Stefánsson: „Spegill melankólíunnar: Um argentínska skáldið Alejöndru Pizarnik”
Sveinn Yngvi Egilsson: „Svarti engillinn: Depurð og sköpun á 17. öld“
11:30-13:00 Hádegishlé

13:00-14:30 Annar hluti

Dagný Kristjánsdóttir: „Ástin músanna er köld eins og þær sjálfar“
Þröstur Helgason: „Thor og Dieter. Módernísk(t) umbrot”
Birna Bjarnadóttir: „Könnunarleiðangur á töfrafjalli – brot úr skýrslu“
14:30-15:00 Kaffihlé (boðið verður upp á léttar kaffiveitingar)

15:00-16:30 Þriðji hluti

Soffía Auður Birgisdóttir: „Flakk: Um sjálfstjáningu Þórbergs Þórðarsonar“
Guðmundur Sæmundsson: „Er leikin knattspyrna á himnum? Um tengsl íþrótta og trúar“
Ármann Jakobsson: „Skrímslin fara á kreik um leið og skynsemin sofnar: Táningspiltur sér gandreið“


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál