Fréttir

Ljóðakvöld í Tjarnarbíói á þriðjudag

Þriðjudaginn fyrsta júlí næstkomandi býður Tjarnarbíó til ljóðakvölds í kaffi- og ölstofu hússins.

Þar getur hver sem er komið og flutt ljóð sín, skrifað, hlustað og/eða tekið þátt í umræðum. Að sögn aðstandenda er hugmyndin sú að skapa öruggan og þægilegan vettvang fyrir listamenn – byrjendur sem lengra komna –  til að prófa sig áfram og fá hugsanlega uppbyggilega gagnrýni.

Kvöldið hefst klukkan sex, en á barnum ríkir gleðistund frá klukkan fimm til átta.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál