Fréttir

Hlýtt og satt

Hlýtt og sattSkáldið og yddarinn Davíð Stefánsson heldur útgáfuhóf í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg fimmtudaginn 21. agúst kl. 17. Þetta er í tilefni af útkomu smásagnasafns hans sem nefnist Hlýtt og satt: átján sögur af lífi og lygum.

Þar verður bókin til sölu á tilboðsverði, höfundur les upp og áritar, boðið verður upp á tónlistaratriði og léttar veitingar. Einnig verður boðið upp á sýróp.

Þá munu þeir sem styrktu útgáfu bókarinnar fá sín eintök afhent, en útgáfan var fjármögnuð með hjálp lýðsprettunnar karolinafund.com.

Allir eru velkomnir, að sjálfsögðu.

Davíð hefur áður gefið frá sér ljóðabækurnar Orð sem sigra heiminn (1996), Kveddu mig (1999) og Uppstyttur (2003).


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál