Fréttir

Ætar kökuskreytingar og léttar veitingar

Ætar kökuskreytingarMeðgönguljóð blása til útgáfuhófs fimmtudaginn 4. september kl. 17.00 í Bókabúð Máls og menningar, í tilefni af útkomu ljóðabókarinnar Ætar kökuskreytingar eftir Emil Hjörvar Petersen.

Emil hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Gárungagap og Refur, og býst til að gefa út þriðju og síðustu bókina í fantasíuþríleiknum Sögu eftirlifenda í haust, en sú nefnist Níðhöggur.

Ætar kökuskreytingar er sjötta bókin í kaffibollaseríu M-ljóða þar sem efnileg skáld eru kynnt til leiks með styttri verkum. Bækurnar í seríunni kosta á við einn kaffibolla og eru ætlaðar sem jafn sjálfsagt veganesti út af kaffihúsinu.

Höfundur mun lesa upp úr bók sinni auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar. Allir eru velkomnir!


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál